mobile navigation trigger mobile search trigger
15.03.2024

Samstarfssamningur um uppbyggingu á búsetukjarna og skammtímavistun

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur á milli Fjarðabyggðar og R101 ehf. til uppbyggingar á búsetukjarna auk skammtímavistunnar á Reyðarfirði. 

Fjarðabyggð áformar að koma á fót búsetukjarna á Reyðarfirði sem mun hafa sex einstaklingsíbúðir og skammtímavistun fyrir fötluð börn. Einnig verður gert ráð fyrir starfsmannarými, setustofu fyrir íbúa og gesti ásamt tækjageymslu. 

Samstarfssamningur um uppbyggingu á búsetukjarna og skammtímavistun
Við undirritun Jóna Árný, bæjarstjóri og Róbert Ó, framkvæmdarstjóri R101 ehf, ásamt Þórði V., Snorra Styrkárssyni, Stefáni Þór, Hjördís Seljan, Ragnar Sigurðsson, Þurríður Lillý og Laufey Þórðardóttur.

,,Með þessari framkvæmd erum við að fjölga íbúðum í búsetuþjónustu Fjarðabyggðar og stórbæta þjónustu við fatlað fólk, fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Við hönnun búsetukjarnans verða fjölbreyttar þarfir íbúa hafðar að leiðarljósi.    Nýjasta velferðartækni verður nýtt, sem gengur útá að viðhalda og auka öryggi, virkni og sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Markmiðið með þessu er að styðja enn frekar við og styrkja sjálfstæði einstaklinga með stuðningsþarfir í sjálfstæðri búsetu“ sagði Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, stjórnandi félagsþjónustu Fjarðabyggðar.

Fjarðabyggð mun ekki vera eigandi fasteignarinnar en mun reka þjónustu við íbúa í búsetukjarnanum og við skammtímavistunina. Íbúar munu svo leigja þær íbúðir sem í boði verða.

Fjarðabyggð ásamt R101 ehf. munu leggja fram umsókn um stofnframlög til HMS, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og Fjarðabyggðar.

"Það er mjög ánægjulegt og spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni, verktakar og aðrir hér í Fjarðabyggð hafa tekið þessu verkefni með íbúakjarnann með miklum velvilja og skilning. Við höfum  lagt mikla áherslu á að nota heimamenn í sem flesta verkþætti, og það hefur gengið vonum framar. Fremstir þar í flokki eru Trévangur og Meta Pípulagnir, sem hafa verið okkur og íbúum hér í Fjarðabyggð til halds og trausts í áraraðir" sagði Róbert Óskar.

Reyðarfjörður varð fyrir valinu vegna þess að hann er miðsvæðis og stutt í alla þjónustu. Einnig vegna nálægðar við Múlaþing, sem gefur möguleika á samþættingu á þjónustu.

Fleiri myndir:
Samstarfssamningur um uppbyggingu á búsetukjarna og skammtímavistun
Samstarfssamningur um uppbyggingu á búsetukjarna og skammtímavistun
Samstarfssamningur um uppbyggingu á búsetukjarna og skammtímavistun

Frétta og viðburðayfirlit