mobile navigation trigger mobile search trigger
03.02.2023

Samstarfsverkefni um orkuskipti og orkutengda nýsköpun

Samstarfsverkefni á grunni hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi, sem hlotið hefur nafnið Eygló, var stofnað formlega í gær. Fjarðabyggð er þátttakandi í verkefninu í samvinnu við önnur sveitarfélög á Austurlandi, SSA, Austurbrú, Landsvirkun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins Skrifað var undir samstarfssamning milli aðila í Fljótsdalsstöð.

Samstarfsverkefni um orkuskipti og orkutengda nýsköpun

Eygló, heiti samstarfsverkefnisins, vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar, og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar. Verkefnið er til fjögurra ára og nemur fjárframlag stofnaðila alls 240 milljónum króna.

Meginmarkmið Eyglóar er að efla nýsköpun og þróun, með áherslu á að bæta nýtni hliðarstrauma og flétta þá inn í nýja verðmætasköpun. Samstarfsverkefnið styður við vöxt sprotafyrirtækja og fjölgar tækifærum til þátttöku í  alþjóðlegum rannsókna- og þróunarverkefnum í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu. Sem dæmi um sambærileg svæðisbundin samstarfsverkefni má nefna Eim á Norðurlandi, Orkídeu á Suðurlandi og Bláma á Vestfjörðum.

Ýtt undir hringrásarhagkerfið

Ætlunin með Eygló er að leiða saman aðila til að afla alþjóðlegs fjármagns til tilrauna, rannsókna og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum. Með auknu samstarfi fyrirtækja og opinberra aðila er ýtt undir verkefni sem byggja á verðmætasköpun úr vannýttu hráefni, bæði úr því sem er til staðar og því sem verður til vegna nýrra verkefna eða framleiðslu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:

„Hér gefst okkur tækifæri til að virkja það hugvit, auðlindir og þekkingu sem fyrir hendi er í landshlutanum. Sameiginlegt átak og stuðningur öflugra aðila skiptir þó sköpum eigi betri nýting auðlinda og frekari verðmæta- og nýsköpun að verða að veruleika. Það er ánægjulegt að ráðuneytið sé slíkur bakhjarl.“ 

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

„Það er ákaflega ánægjulegt skref að þessi samstarfssamningur skuli nú vera í höfn. Fjarðabyggð hefur að undanförnu lagt áherslu á að taka virkan þátt í þeim breytingum sem framundan eru í orkuskiptum í heiminum. Nýsköpunarverkefni eins og Eygló passar vel inní þá hugmyndafræði sem lagt var upp með í Orkugarði Austurlands á Reyðarfirði og það verður afar spennandi að fylgjast með þróuninni til framtíðar.“

Sigurður H. Markússon, forstöðumaður nýsköpunar hjá Landsvirkjun:

„Lykilinn að árangri við leit að sjálfbærari lausnum til framtíðar er að ólíkir aðilar vinni saman við að koma auga á og þróa áfram nýjar lausnir. Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta samstarf milli sveitarfélaga á Austurlandi, ráðuneytisins og Landsvirkjunar verða að veruleika og þannig styðja við uppbyggingu þekkingar og framþróunar á sviði orkutengdrar nýsköpunar á Austurlandi.“

Berglind Harpa Svavarsdóttir, stjórnarformaður Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi:

„Eygló rímar vel við skýra sýn Austfirðinga um hvernig takast megi á við þær áskoranir sem snúa að  loftslagsmálum og hringrásarhagkerfinu sem lagt er fram í svæðisskipulagi Austurlands. Eygló byggir á því að nýta svæðisbundina styrkleika, innviði, fyrirtæki og mannafla til að mynda frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og aukna verðmætasköpun. Þessi grunnur og

Frétta og viðburðayfirlit