Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar mánudaginn 22. ágúst sendi bæjarráð Fjarðabyggðar samúðarkveðjur til sveitastjórnar og íbúa Húnabyggðar:
Bæjarráð Fjarðabyggðar sendir fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Fjarðabyggðar hugheilar samúðarkveðjur til sveitarstjórnar og íbúa Húnabyggðar vegna þeirra hörmungaratburða sem áttu sér stað í samfélaginu á Blönduósi sunnudaginn 21.ágúst sl. Hugur okkar er með ykkur öllum og sérstaklega þeim sem eiga hvað mest um sárt að binda vegna þessa.
Megi allar góðar vættir fylgja ykkur og styrkja vegna þessa.
Hlýjar kveðjur að austan