Í tilefni aðventunnar buðu börnin í Kærabæ á Fáskrúðsfirði foreldrum og öðrum gestum í morgunkaffi, eldsnemma í morgun.
04.12.2015
Samverustund á aðventunni
![Samverustund á aðventunni Samverustund á aðventunni](/media/gstjornsyslu-og-thjonustusvidjol-2015kaeribaeradventukaffi-kaeribaer-4.jpg?w=600)
Á borðum voru smákökur sem börnin bökuðu af miklum myndarbrag í kennslueldhúsi Skólamiðstöðvarinnar, ásamt ristuðu brauði og heitu súkkulaði með rjóma.
Mjög vel var mætt og sungu börnin jólalög fyrir gestina.
Kæribær þakkar öllum gestunum innilega fyrir komuna.