mobile navigation trigger mobile search trigger
07.10.2024

Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim

Carrin F. Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi átti fund á dögunum með Jónu Árný Þórðardóttur, bæjarstjóra, Jóni Birni Hákonarsyni forseta bæjarstjórnar og Stefáni Þór Eysteinssyni, bæjarfulltrúa. Með í för var Joshua Bull og Arnar B. Sigurðsson starfsmenn sendiráðsins.

Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim
Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson, Jóna Árný Þórðardóttir og Carry Patman

Sendiherrann hefur verið á ferð um Austurland, m.a. til að kynna sér landshlutann. Fundurinn með Jónu Árný og Jóni Birni var liður í þeirri kynningu, en þetta er í fyrsta sinn sem sendiherran heimsækir Fjarðabyggð. 

Bæjarstjóri fór stuttlega yfir sögu Fjarðabyggðar, sameininguna og þeim áskorunum sem samfélagið stóð frammi fyrir. Atvinnumál voru rædd og má þar nefna álframleiðsla, sjávarútvegur og laxeldi.  Orkumál voru rædd og þá sérstaklega orkuskiptin, en sendiherran hafði mikin áhuga á þeim og hugmyndum af Orkugarðinum. 

Að loknum fundi skiptust sendiherrann og bæjarstjóri á gjöfum. Sendiherran fékk að gjöf Lunda frá Gallerí Snærrós og færði hún bæjastjóra bandaríska fánann að gjöf, ásamt vinarpening og sérblönduðu kryddi í tilefni af 80 ára vinasambandi Bandaríkjanna og Íslands. 

Fleiri myndir:
Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim
Jóna Árný færir Carrin F. Patman lunda að gjöf
Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim

Frétta og viðburðayfirlit