mobile navigation trigger mobile search trigger
11.06.2021

Sigurfinnur Líndal Stefánsson ráðinn aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar

Sigurfinnur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar. Sigurfinnur mun hefja störf í haust.

Sigurfinnur Líndal Stefánsson ráðinn aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar

Auglýst var eftir umsóknum um starfið þann 28. apríl sl. og alls bárust sex umsóknir um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Umsækjendur voru:

  • Guðlaugur Magni Davíðsson
  • Júlíus A. Albertsson
  • Sigurfinnur Líndal Stefánsson
  • Sævar Magnús Egilsson
  • Vilberg Marinó Jónasson

Að afloknu hæfismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Sigurfinn Líndal.  Hann uppfyllir skilyrði skv. reglugerð nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.

Sigurfinnur hefur lokið B.S gráðu í hjúkrunarfræði, ásamt því að vera með löggildingu sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.  Hann hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá HSA frá 2015 og sjúkraflutningsmaður frá 2006 en áður starfaði hann sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliði Fjarðabyggðar. Þá hefur hann starfað sem trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga og slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, setið í fagráði HSA og í stjórn Rauða kross Norðfjarðar. Jafnframt hefur Sigurfinnur unnið sem leiðbeinandi í skyndihjálp og björgun fyrir Rauða krossinn.

Við bjóðum Sigurfinn velkominn til starfa!

Frétta og viðburðayfirlit