Iðkendur og foreldrar hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar luku skíðavetrinum með smá skemmtun í síðustu viku í og við Grunnskólann á Eskifirði.
19.05.2015
Skíðafélag Fjarðabyggðar lýkur vetrinum með stæl
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur og allir iðkendur úr Stubbaskólanum, sem er skíðanámskeið fyrir yngstu börnin, fengu viðurkenningar. Það var grillað, teknar myndir af hópnum og svo var sýning hjá BMX Brós í íþróttahúsinu sem vakti lukku. Krakkarnir skelltu sér í fjölbreytta útfærslu af bingói á meðan foreldrarnir funduðu um stöðu mála hjá félaginu. Sterkur hópur skíðakrakka úr Fjarðabyggð hlakkar til að njóta sumarsins og koma sterk inn í næsta vetur.