Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag ofanflóðvarna á Norðfirði, Nes- og Bakkagil skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er um 23 ha að stærð og afmarkast af deiliskipulagi fyrir Drangagilssvæði til vesturs og deiliskipulagi fólkvangs við Neskaupstað til austurs og er staðsett ofan Bakka- og Mýrarhverfis. Um er að ræða ofanflóðavarnir sem munu samanstanda af 730 m löngum þvergarði og keilum ásamt uppbyggingu stíga og gönguslóða.
Deiliskipulagið fellur undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana þar sem deiliskipulagið mun fela í sér framkvæmd sem háð er mati á umhverfisáhrifum.
Hægt er að skila inn ábendingum vegna lýsingarinnar á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í móttöku til og með 25.06, 2023.