Deiliskipulag Tjaldsvæði Norðfirði
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi fyrir tjaldsvæði á Norðfirði. Svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til er staðsett við Strandgötu 62 og er 2,1 ha að stærð. Markmið deiliskipulagsins er að styrkja ferðaþjónustuna í Norðfirði með því að auka og bæta þjónustu fyrir ferðamenn með uppbyggingu nýs tjaldsvæðis. Þjónustubygging verður staðsett innan nýja tjaldsvæðisins.
Tillagan er til kyninngar frá og með föstudeginum 12. júlí til 23. ágúst 2024.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 og einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is sem og í skipulagsgátt undir málsnúmerinu 874/2024.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 23. ágúst 2024.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Fjarðabyggða á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í skipulagsgáttina.
Skipulagsfulltrúi Fjarðabyggðar
Deiliskipulagi fyrir tjaldsvæði á Norðfirði