mobile navigation trigger mobile search trigger
16.01.2022

Skólahald hefst að nýju á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað 17. janúar

Líkt og fram kom í tilkynningu aðgerðarstjórnar áðan er reiknað er með að Eskifjarðarskóli, Grunnskóli Reyðarfjarðar og Nesskóli sem lokaðir voru á föstudag opni á morgun mánudag 17. janúar.  Takmarkanir verða þó í Nesskóla vegna sóttkvía og einangrunar þar. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan.

Skólahald hefst að nýju á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað 17. janúar
  • Skólahald í Grunnskóla Reyðarfjarðar verður með hefðbundnu sniði mánudaginn 17. janúar
  • Skólahald í Eskifjarðarskóla verður með hefðbundnu sniði mánudaginn 17.janúar.
  • Í Nesskóla verður kennsla í 1.-4.bekk ásamt því að frístundaheimilið Vinaseli verður opið á hefðbundnum tíma mánudaginn 17.janúar . Aftur á móti verður ekki skóli hjá  5. -10.bekk vegna sóttkvía og einangrunar. Frekari tilkynningar verða svo sendar út með fyrirkomulagið í Nesskóla á þriðjudaginn kemur.

Sendar hefa verið út tilkynningar á Mentor sem foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna í þessum áðurgreindum skólum eru beðnir að fylgjast vel með og kynna sér upplýsingar um skólastarfið framundan.

Frétta og viðburðayfirlit