mobile navigation trigger mobile search trigger
10.12.2021

Skólahald hefst að nýju mánudaginn 13. desember

Eins og fram kom í tilkynningu frá aðgerðarstjórn núna eftir hádegið greindist aðeins eitt smit á Austurlandi eftir stóra sýnatöku í gær. Það lítur því út fyrir að þær aðgerðir sem gripið var til í vikunni hafi borið árangur. Þeir skólar sem lokuðu á Eskifirði og Reyðarfirði í vikunni munu því opna aftur á mánudagsmorgun 13. desember.

Skólahald hefst að nýju mánudaginn 13. desember

Eskifjarðarskóli: Ekkert smit greindist í gær sem tengist skólanum. Skólastarf hefst að nýju í Eskifjarðarskóla á mánudagsmorgun 13. desember.

Grunnskóli Reyðarfjarðar: Eitt smit greindist í grunnskóla Reyðarfjarðar. Smitið er hjá nemanda í 6. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar  og nemendur í 6. bekk þurfa því að fara í sóttkví og nemendur í 5. bekk í smitgát. Skólastarf hefst að nýju í Grunnskóla Reyðarfjarðar á mánudagsmorgun 13. desember.

Leikskólinn Lyngholt: Ekkert smit greindist í gær sem tengist skólanum. Skólastarf hefst því að nýju á mánudagsmorgun 13. desember. Rétt er þó að taka fram að fjarvera starfsmanna vegna einangrunar eða sóttkvíar getur haft áhrif á starfsemi leikskólans næstu viku.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Athugið að þau börn eða starfsmenn úr þessum skólum sem núna eru í sóttkví þurfa að bíða eftir neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku um helgina áður en þau mæta í skólann.

Athugið að vegna veðurs og óvissu með flugferðir á laugardag mun sýnatakan fara fram á sunnudag. Sýnataka verður í boði á heilsugæslunni á Reyðarfirði á sunnudag frá kl. 9 – 10:30 og á Egilsstöðum frá 12:00 – 13:30. Boð kemur til allra þeirra sem eiga að mæta í gegnum Heilsuveru.

Frétta og viðburðayfirlit