mobile navigation trigger mobile search trigger
06.02.2022

Skólahald með hefðbundnum hætti á morgun mánudag

Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag.  Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum.  Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um færð í fyrramálið. Skólaakstur í dreifbýli í Breiðdal fellur niður. Nemendur á Stöðvarfirði mæta í skólahúsnæði á Stöðvarfirði og nemendur í Breiðdal mæta í skólahúsnæði í Breiðdal.  

Skólahald með hefðbundnum hætti á morgun mánudag

Frétta og viðburðayfirlit