-Uppfært-
Skólahald fellur niður í Nesskóla og akstur fellur niður í Breiðdals- og Stöðvarfjarðaskóla. Skólastarf í öðrum skólum verður metið í fyrrmálið.
Vegna slæms veðurútlits eru forráðamenn barna beðin um að fylgjast vel með tilkynningum á vef sveitarfélagsins um hvernig skólastarfi leik- og grunnskóla verður háttað á morgun, mánudaginn20. janúar. Tilkynning verður sett á vef og á facebooksíðu sveitarfélagsins um klukkan sjö í fyrramálið.
Engar almenningssamgöngur verða fyrir hádegi á morgun, staðan verður endurmetin uppúr hádegi.