mobile navigation trigger mobile search trigger
10.12.2018

Skrifað undir samning um viðbyggingu við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði

Föstudaginn 7. desember var skrifað undir verksamning við Launafl vegna viðbyggingar við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði.

Skrifað undir samning um viðbyggingu við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði
Magnús Helgason og Karl Óttar Pétursson við takast í hendur að lokinni undirritun á samningnum.

Verkið snýr að því að byggja við leikskólann u.þ.b. 350 fermetra og jafnframt eru töluverðar breytingar innanhúss á elsta hluta leikskólans. Gert er ráð fyrir því að viðbyggingin við leikskólann verði tekin í notkun í byrjun árs 2020.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Magnús Helgason, framkvæmdastjóra Launafls, og Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar við undirritun samningsins síðastliðinn föstudag.

Frétta og viðburðayfirlit