mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2017

Skrifað undir samninga vegna Eistnaflugs 2017

Samkvæmt hefð var skrifað undir samninga vegna Eistnaflugs helgina sem Kommablótið er haldið í Neskaupstað.

Skrifað undir samninga vegna Eistnaflugs 2017
Stefán og Páll takast í hendur

Þeir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, og Stefán Magnússon forsvarsmaður Eistnaflugs skrifuðu undir samningana á fundi í Neskaupstað á föstudag. Þar voru samankomnir þeir aðilar sem styrkja og koma að Eistnaflugshátíðinni á ári hverju. Farið var yfir málin og sögur og lærdómar liðinna ára dregnir fram.

Í samningunum sem undirritaðir voru er kveðið á um verkaskiptingu á milli skipuleggjenda og sveitarfélagsins. Eistnaflugshátíðin vex ár frá ári og hefur miðasala aldrei gengið jafnvel og nú. Það er því til mikils að hlakka fyrir hátíð sumarsins en meðal þess sem tilkynnt var á fundinum var að Mugison kemur fram á fimmtudeginum ásamt hljómsveit.

Fleiri myndir:
Skrifað undir samninga vegna Eistnaflugs 2017
Hópurinn sem hittist á fundinum
Skrifað undir samninga vegna Eistnaflugs 2017
Skrifað undir samningana

Frétta og viðburðayfirlit