mobile navigation trigger mobile search trigger
02.12.2020

Slæm veðurspá 2. - 3. desember

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í dag og á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna þessa. Hvessa mun til muna þegar líður á daginn, og gert er ráð fyrir norðan 18 – 25 m/s í kvöld og fram eftir degi á morgun. Samfara þessu verður umtalverð ofankoma.  Íbúar eru beðnir að huga vel að lausamunum s.s. jólaskrauti og kanna veðuraðstæður vel áður en lagt er í ferðalög á milli staða.

Slæm veðurspá 2. - 3. desember

Skólaakstur milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar fellur niður og nemendum kennt í sitthvorum byggðarkjarnanum.  Foreldrar barna í skólaakstri úr sveitum eru beðnir að fylgjast með tilkynningum frá skólunum. Send verða sms á fimmtudagsmorgun ef breyting verður á skólaakstri. Ekki er talið að veðrið muni hafa áhrif á skólastarf að öðru leyti.

Frétta og viðburðayfirlit