Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun. Tekur veðurviðvörin gildi klukkan 22:00 31. janúar og stendur til klukkan 11:00 1. febrúar. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og niðurföllum. Einnig er varasamt ferðaveður.
31.01.2025
Slæm veðurspá framundan - gul viðvörun
Spáð er suðaustan og sunnan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Rigning og hláka, talsverð eða mikil rigning sunnantil. Fólki er bent á að hreinsa frá niðurföllum og huga að frárennsli til að varast vatnstjón. Varasöm akstursskilyrði vegna vinds og einnig hálku þar sem blaut svell eru á vegum.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Veðustofunnar: vedur.is