Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun sem er í gildi frá klukkan 16:00 á morgun, miðvikudag og til klukkan 17:00, fimmtudaginn 6. febrúar. Líklegt er að raskanir verði á samgöngum.
Íbúar eru hvattir til að fara varlega og tryggja lausa muni og annað sem tekið getur á loft í veðri sem þessu.