mobile navigation trigger mobile search trigger
30.03.2020

Slökkvilið Fjarðabyggðar breytir vöktum til að draga úr smithættu

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19. Var þessi breyting gerð að fumkvæði starfsmanna Slökkviliðs Fjarðbyggðar.

Slökkvilið Fjarðabyggðar breytir vöktum til að draga úr smithættu

Þessi tímabundna vaktabreyting hefur engin áhrif á kjör eða laun og myndar ekki frítökurétt né virkjar önnur hvíldarákvæði. Samstarfsnefndin samþykkti erindi slökkviliðsins og hrósar slökkviliðsmönnum Fjarðabyggðar sérstaklega fyrir að leysa málin heima í héraði á jafn faglegan og óeigingjarnan hátt og hér er gert.

Frétta og viðburðayfirlit