Slökkvilið Fjarðabyggðar er eitt af fjórum atvinnuslökkviliðum á landinu. Auk slökkvistarfa og eldvarnareftirlits sér slökkviliðið um alla sjúkraflutninga í Fjarðabyggð.
Slökkvilið Fjarðabyggðar
Hjá Slökkviliði Fjarðarbyggðar vinna 15 manns í fullu starfi og eru þeir staðsettir á Slökkvistöðinni á Hrauni 2 við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Unnið er á fjór skiptum vöktum alla sólarhringin, þrír starfsmenn á hverri vakt og þrír starfsmenn vinna eingöngu dagvinnu. Auk þess starfa hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar um 70 manns í hlutastörfum, bæði slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn.
Verkefni Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Stærsti hluti af verkefnum slökkviliðs Fjarðabyggðar eru sjúkraflutningar en alls er farið í um 600 sjúkraflutninga á hverju ári en 40 verkefni eru tengd slökkvistarfi. Auk þess að sinna slökkvistarfi og sjúkraflutningum sinnir Slökkvilið Fjarðabyggðar einnig verkefnum sem snúa að eldvörnum og eldvarnareftirliti, fræðslu, auk þess sem drjúgur tími starfsmanna fer í æfingar en alls eru haldnar um 80 æfingar árlega.
Höfuðstöðvar Slökkviliðs Fjarðabyggðar eru að Hrauni 2 við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Þar eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á vakt allan sólarhringinn.
Auk þess eru útkallseiningar fyrir slökkvilið á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað og sjúkrabílar á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Á þessum stöðum eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hlutastörfum. Nýlega var síðan ritað undir samning milli Slökkviliðs Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunnar Austurlands þess efnis að Slökkvilið Fjarðabyggðar sinni sjúkraflutningum á Breiðdalsvík og Djúpavogi.
Menntun
Undanfarið hefur stöðugt verið unnið að því að bæta menntun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, bæði starfsmanna í hlutastörfum sem og fullu starfi. Bóklegi hluti námsins er haldinn í fjarnámi en verklegi hlutinn er kenndur á staðnum. Alls hafa 17 lokið námi til löggildingar fyrir atvinnusllökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar, þar af luku 5 námi í fyrra og 3 bætast svo við á næsta ári. Níu hafa þegar lokið námi til löggildingar fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn á síðustu árum og 23 til löggildingar fyrir hlutastarfandi sjúkraflutningamenn.