mobile navigation trigger mobile search trigger
06.12.2022

Slökkviliðsæfing í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum

Dagana 30. nóvember og 1. desember síðastliðinn fór fram æfing viðbragðsaðila ásamt Vegagerðinni í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum.
Æfð voru viðbrögð við bílslysi í göngunum þar sem eldur kviknar í kjölfarið. Markmið æfingarinnar var meðal annars að meta
viðbrögð og vinnu í jarðgöngum, hvernig reykur hagar sér í göngunum, hvort hægt sé að stjórna honum, samstarf og samskipti milli viðbragðsaðila og að yfirfara brunaáætlun fyrir göngin. Æfingin var unnin í samstarfi við Slökkvilið Fjarðabyggðar, Slökkvilið Akureyrar lögregluna á austurlandi og Vegagerðina. Ásamt þeim fylgdist með lið frá Slökkvilið Hornafjarðar til að undirbúa æfingu í sínum göngum. Slökkvilið Akureyrar kom með
æfingarbúnað sem Vegagerðin á. Um er að ræða sérstakan búnað til að setja upp æfingar í jarðgöngum.
Slökkviliðsæfing í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum
Fleiri myndir:
Slökkviliðsæfing í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum
Slökkviliðsæfing í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum
Slökkviliðsæfing í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum

Frétta og viðburðayfirlit