mobile navigation trigger mobile search trigger
03.12.2015

Smári Geirsson tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Bók Smára Geirssonar, Stórhvalaveiðar við Íslands til 1915, er meðal þeirra bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis.

Smári Geirsson tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Bók Smára er afrakstur áralangrar rannsóknarvinnu sem dregur fram ýmsar nýjar heimildir um hvalveiðar við Íslandsstrendur. Í bókinni birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist. Gerð er grein fyrir veiðum Íslendinga en meginumfjöllunin er um hvalveiðar erlendra manna. Dómnefnd skipuðu Pétur Þorsteinn Óskarsson sem var formaður nefndar, Aðalsteinn Ingólfsson og Hulda Proppé. Verðlaunin verða afhent af forseta Íslands við athöfn á Bessastöðum um mánaðarmótin janúar - febrúar.

Frétt af www.austurfrett.is

Frétta og viðburðayfirlit