Bæjarráð vill koma áleiðis þökkum til samfélagsins alls og þeirra viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina í því hættuástandi sem skapast hefur síðustu daga í Neskaupstað og á Eskifirði. Atburðir gærdagsins sýna enn og aftur hversu öflugar viðbragðssveitir eru til staðar í Fjarðabyggð og eiga þær allar þakkir skildar.
29.03.2023
Snjóflóð og ofankoma síðustu daga.
Verkefninu er ekki lokið og ljóst að áfram mun reyna á samfélagið og viðbragðsaðila. Ljóst er að þær ofanflóðavarnir sem til staðar eru í Neskaupstað hafa sannað gildi sitt og er mikilvægt að hafist sé handa við uppbyggingu á síðasta hluta varnargarðanna í Neskaupstað sem fyrst. Allt kapp verður lagt á að ljúka allri skipulagsvinnu svo hægt sé að fara í framkvæmdir tafarlaust.