mobile navigation trigger mobile search trigger
27.12.2022

Snjómokstur 27. desember

Allar götur eiga að vera orðnar færar í Fjarðabyggð og er nú unnið að breikkun og hreinsun í dag og næstu daga. 

Staðan varðandi snjómokstur er í sífeldri skoðun á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.

  • Forgangur 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur
  • Forgangur 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki 1
  • Forgangur 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur
Snjómokstur 27. desember

Fyrir frekari upplýsingar í tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér.

Frétta og viðburðayfirlit