Snjómokstur er í fullum gangi í öllum hverfum Fjarðabyggðar og eru um 12 tæki að störfum.
Áhersla er lögð á sjómokstur á þjónustuleið eitt og tvö og reynt verður að halda þeim opnum eins og hægt er, áður en mokstur hefst á þjónustuleið þrjú.
Engir strætisvagnar munu aka í dag fimmtudaginn 29.12, og einnig er líklegt að morgunferðir muni raskast föstudaginn 30.12.
Tilhögun snjómoksturs er eftirfarandi:
- Þjónustuleið 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur
- Þjónustuleið 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt.
- Þjónustuleið 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur er þjónustuðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt og tvö.