mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2022

Snjómokstur 29. Desember

Snjómokstur er í fullum gangi í öllum hverfum Fjarðabyggðar og eru um 12 tæki að störfum.
👉 Áhersla er lögð á sjómokstur á þjónustuleið eitt og tvö og reynt verður að halda þeim opnum eins og hægt er, áður en mokstur hefst á þjónustuleið þrjú.
👉 Engir strætisvagnar munu aka í dag fimmtudaginn 29.12, og einnig er líklegt að morgunferðir muni raskast föstudaginn 30.12.

Tilhögun snjómoksturs er eftirfarandi:

  • Þjónustuleið 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur
  • Þjónustuleið 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt.
  • Þjónustuleið 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur er þjónustuðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt og tvö.

Snjómokstur 29. Desember

Sjómoksturinn er í sífeldri skoðun á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.

Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri.

Fyrir frekari upplýsingar um tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér.

Við minnum á að hægt er að koma ábendingum varðandi snjómokstur á framfæri inná ábendingagátt Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit