Nú er unnið hörðum höndum að snjómokstri í Fjarðabyggð eftir óveður síðustu daga. Vinna hófst snemma í morgun og mun standa fram eftir degi. Mokstur hefur víða gengið vel en vegna mikils fannfergis á Fáskrúðsfirði og Eskifirði gengur mokstur hægt þar, en unnið er að honum með öllum tiltækum tækjum.
04.01.2022
Snjómokstur 4. janúar 2022
Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan á vinnunni stendur.
Fyrir frekari upplýsingar í tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér.