mobile navigation trigger mobile search trigger
29.11.2024

Snjómokstur á kjördag 30. nóvember

Vegna slæmrar veðurspár eru íbúar hvattir til að fylgjast með veðurspám, heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir færð á vegum og heimasíðu Fjarðabyggðar um færð innanbæjar.

Á kjördag verður byrjað að ryðja götur klukkan 05:00 á laugardagsmorgni og stefnt að því að allar götu verði opnar klukkan 09:00 og fram til klukkan 22:00 á kjördegi ef veður leyfir.

Snjómokstur á kjördag 30. nóvember

Upplýsingum um færð í bæjum verður komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins eftir þörfum og ef aðstæður breytast.

Íbúar í sveitum eru hvattir til að sýna fyrirhyggju vegna slæmra veðurspár og hugsanlegrar ófærðar.

Frétta og viðburðayfirlit