Sorp verður ekki tæmt í dag eins og áætlun segir til um. Ástæða þess er að ekki tekst að opna Þernunes og getur því ekki losun farið fram á sorpbíl.
Vegna veðurs og snjóþunga má búast við einhverjum töfum á sorphirðu í vikunni.
Starfsfólk Kubbs vinnur hörðum höndum að því að sinna sorphirðu, en færðin gerir verkið tímafrekara en venjulega. Íbúar eru enn og aftur eindregið hvattir til að moka frá sorptunnum til að tryggja að aðgengi sé gott svo að sorphirða gangi sem greiðast fyrir sig.