Sorphirða í Fjarðabyggð er um viku á eftir áætlun vegna þeirra ófærðar sem verið hefur undanfarnar vikur.
Ekki náðist að tæma allar gráar tunnur í Neskaupstað í gær, en stefnt er að því að klára það í dag og byrja svo á Eskifirði.
Allt umfram sorp er ekki fjarlægt, íbúar þurfa að koma því sjálfir á móttökustöðvar.
Það eru vinsamleg tilmæli til íbúa að moka frá tunnum og sanda/salta ef mikil hálka er til að auðvelda tæmingu.