mobile navigation trigger mobile search trigger
20.12.2024

Staða á sorphirðu 20. desember

Í gær, fimmtudag (19.12) var verið að klára að losa brúnu tunnuna á Eskifirði og byrjað var á Reyðarfirði. Stefnt er á að klára Reyðarfjörð í dag (föstudag) og Fáskrúðsfjörð ef vel gengur. Áætlað er að klára Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík um helgina. Stefnt er á að sorphirða verði komin á áætlun eftir helgi. Verður þá byrjað að tæma grænu tunnuna í Neskaupstað.

Staða á sorphirðu 20. desember

Mikilvægt er að íbúar tryggi að aðgengi að sorpílátum sé góð og flokkun sorps í tunnurnar sé ásættanleg. Ef þessum atriðum er ekki sinnt og/eða verulega ábótavant, setja sorphirðumenn Kubbs límmiða á viðkomandi tunnu(r) skv. verklagi, þar sem tilgreind er ástæða þess að tunna hafi ekki verið hirt.

Frétta og viðburðayfirlit