mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2025

Staða mála vegna kjaraviðræðna við KÍ

Eins og fram hefur komið í fréttum standa yfir kjaraviðræður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarafélags Íslands. Hafi samningar ekki náðst fyrir upphaf skóladags þann 3. febrúar nk. þá er áréttað að verkfall leikskólakennara í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði hefur verið boðað áður.

Ekki liggur fyrir um hvaða áhrif verkfallið mun hafa á starfsemi leikskólans, en foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum varðandi framhaldið.

Eins og staðan er núna ríkir óvissa um framgang kjaraviðræðna eða hvort til verkfalls kemur, en foreldrar munu verða upplýstir þegar frekari upplýsingar liggja fyrir á heimasíðu leikskólans og heimasíðu Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit