Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér veðurviðvaranir vegna slæmrar veðurspár næstu sólarhringa. Veðrinu mun fylgja mikil ofankoma, snjókoma, slydda og síðan rigning skv. veðurspá. Vel er fylgst með stöðu mála varðandi stöðu ofanflóða, rýmingar eru í gildi í Neskaupstað og Eskifirði og vel fylgst með stöðu mála á öðru stöðum. Allar tilkynningar varðandi það eru birtar á heimasíðu Almannavarna, fésbókarsíðu lögreglunnar, heimasíðu Fjarðabyggðar og samfélagsmiðlum.
29.03.2023
Staða mála vegna veðurviðvörunar og ofanflóðahættu
Veðrið og ástand vegna rýminga mun hafa áhrif á þjónustu sveitarfélagsins upp að einhverju marki.
- Engar ferðir verða eknar í almenningssamgöngukerfi Fjarðabyggðar 30. mars
- Engin kennsla í Nesskóla, Eyrarvöllum, og Tónskóla Neskaupstaðar fimmtudag og föstudag.
- Leikskólinn Dalborg verður einnig lokaður fimmtudaginn 30. mars. vegna rýmingar á svæði 4 á Eskifirði
- Gámavellir Fjarðabyggðar verða ekki opnir 30. mars
- Veðrið mun hafa áhrif á sorphirðu næstu daga.
Mjög mikill snjór er í öllum byggðakjörnum eftir mikla snjókomu síðustu daga. Í dag hefur verið unnið að því að hreinsa frá niðurföllum á götum Fjarðabyggðar, eins og hægt er og tryggja að leysinga vatna eigi einhverja leið í gegnum snjóruðninga.
Íbúar eru beðnir að fara varlega þar sem vatn og hálka geta safnast fyrir á götu og eins er fólk hvatt til að huga að niðurföllum við hús og reyna að tryggja leysingavatni örugga leið að þeim.