Starf í skólum Fjarðabyggðar hefur tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu. Vel hefur gengið að fylgja fyrirmælum almannavarna um aðskilnað hópa og fjarlægðarmörk. Að ósk almannayfirvalda viljum við minna á að samkomubann er enn í gildi og ítrekum nauðsyn þess að allir fari eftir fyrirmælum almannavarna í einu og öllu.
20.04.2020
Starf í skólum Fjarðabyggðar hefur gengið vel
Viljum við sérstaklega minna á eftirfarandi:
- Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma.
- Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi (árgangi) í skólastarfinu eiga ekki að vera saman utan skóla.
- Við erum ekki að heimsækja félaga og vini frá öðrum bæjum í nágrenni okkar
Rétt er að taka fram að í skólum Fjarðabyggðar hefur gengið vel að fylgja fyrirmælum almannavarna um aðskilnað hópa og fjarlægðarmörk.
Höfum það hugfast að samkomubann er í gildi til 4. maí og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum, þetta er að hafast hjá okkur.