mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2024

Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð

Haldin var starfsdagur með tengiliðum farsældar úr  leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar sem haldin var í sal Austurbrúar mánudaginn 5. febrúar. Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir, stjórnandi barnaverndar og innleiðingar farsældar og Bergey Stefánsdóttir, sérfræðingur í barnavernd og verkefnastjóri Spretts

Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengilðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra, barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Umsóknir berast til tengiliðar í leik-, grunn- eða framhaldsskóla barnsins og á Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar.

Á starfsdeginum var Hrafnkell Erlendsson með kynningu  á One system  sem notað er meðal annars fyrir rafrænar umsóknir í bæði leik-og grunnskólum Fjarðabyggðar.    

Eyrún Inga Gunnarsdóttir, deildarstjóri tómstunda- og forvarnarmála, kynnti stöðu Barnvæns sveitarfélags  og fór yfir nýja forvarnarstefnu Fjarðabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn. Hægt er að nálgast forvarnarstefnuna hér.

Aníta Ómarsdóttir og Jóhanna Rut Stefánsdóttir  tengiliðar farsældar í Eskifjarðarskóla voru með kynningu á því hvernig innleiðingin hefur gengið á fyrsta stigi hjá  þeim og í  kjölfarið sköpuðust líflegar umræður.

Inga Rún Beck Sigfúsdóttir, stjórnandi barnaverndar og innleiðingar farsældar og Bergey Stefánsdóttir, sérfræðingur í barnavernd og verkefnastjóri Spretts kynntu stöðu mála og fóru yfir næstu  skref hvaða varðar innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu.

Fleiri myndir:
Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð
Aníta Ómarsdóttir og Jóhanna Rut Stefánsdóttir tengiliðar farsældar í Eskifjarðarskóla
Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð
Eyrún Inga Gunnarsdóttir, deildarstjóri tómstunda- og forvarnarmála.
Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð
Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit