Katrín Jóhannsdóttir og Svanhvít Helen Sveinsdóttir ætla að kenna stelpum í Fjarðabyggð á aldrinum 13 til 18 ára lyftur, þrek og teygjur. Í hverjum tíma verður einnig fræðsla, meðal annars um næringu, hreyfingu, svefn, tíðahringinn, hormóna og markmiðasetningu.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.