mobile navigation trigger mobile search trigger
04.10.2023

,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi

Mánudaginn 2. október síðastliðinn fór fram vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi. Vinnustofan fékk heitið ,,Stillum saman strengi“.

Voru það Almannavarnanefnd Austurlands í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem boðuðu til vinnustofunnar.

,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi
Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Mættu þar fulltrúar sveitarfélaganna á Austurlandi, Lögreglu, Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, Björgunarsveita, HSA, Vegagerðarinnar auk þingmanna kjördæmisins og fleiri.

Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri á Austurlandi bauð gesti velkomna og fór yfir helstu atriði á vettvangi Almannavarnarnefndar Austurlands. Því næst tók við Sólberg Svanur Bjarnason við og fór yfir helstu forgangsverkefni Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er varðar ofanflóðamál á Austurlandi.

Harpa Grímsdóttir fór yfir snjóflóðamál á Íslandi, hlutverk Veðurstofunnar og samvinnu mismunandi aðila. Einnig fjallaði hún í erindi sínu um snjóflóðahættu í byggð, á vegum, á skíðasvæðum og í óbyggðum.

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings fóru yfir hlutverk sveitarfélaganna og þau ofanflóðaverkefni sem sveitarfélögin eru að vinna að á Austfjörðum.

Að lokum sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir frá Evrópuverkefninu ,,The HuT“, en Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofan og Austurbrú vinna saman að þróun tilraunavefsíðu um náttúruvá sem mun byggjast á reynslunni frá skriðuföllunum á Seyðisfirði.

Fyrirkomulagið á vinnustofunni sem sérfræðingar Austurbrúar stýrðu var með þeim hætti að hópnum sem taldi yfir 80 manns var skipt upp í sjö hópa. Fékk hver hópur umræðuefni og spurningar til að ræða. Þannig voru leiddar fram áherslur sem unnar verða áfram á vettvangi ýmissa samstarfsaðila sem að vinnustofunni stóðu í samstarfi við Almannavarnarnefnd Austurlands.

Tilgangurinn með vinnustofunni var að hinir fjölmörgu og oft ólíku aðilar sem koma að málum, fengju tækifæri til að ræða saman, hittast og stilla saman strengi. Fóru hóparnir yfir gögn, mótuðu tillögur og hugmyndir að lausnum og/eða aðgerðum ásamt því að benda á tækifæri til frekari þróunar.

Í kjölfar vinnustofunnar var boðið upp á opinn fund fyrir íbúa sem var einnig mjög vel sóttur. Þar var farið yfir helstu atriði sem fram komu hjá vinnuhópunum ásamt því að fyrirlesarar fór yfir helstu atriði í sínum erindum.

Fleiri myndir:
,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi
,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi
Margrét María Sigurðardóttir, Lögreglustjórinn á Austurlandi
,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir
,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi
Sólberg Svanur Bjarnason frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra
,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi
,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi
,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi

Frétta og viðburðayfirlit