mobile navigation trigger mobile search trigger
18.08.2018

Stofnfundur Hollvinasamtaka Barnaskólans á Eskifirði

Stofnufundur Hollvinasamtaka Barnaskólans á Eskifirði var haldinn í Dalshúsi föstudaginn 17. ágúst. Um leið var undirritað samkomulag við Hollvinasamtökin vegna endurgerðar gamla Barnaskólans.

Stofnfundur Hollvinasamtaka Barnaskólans á Eskifirði

Stofnufundur Hollvinasamtaka gamla barnaskólans á Eskifirði var haldinn í Dalshúsi föstudaginn 17. ágúst. Um leið var undirritað samkomulag við Hollvinasamtök gamla Barnaskólans á Eskifirði vegna endurgerðar skólans. Stofnfundur samtakana var vel sóttur og greinilegt að mikill kraftur var í fundarmönnum.

Markmið félagsins er að vinna með sveitarfélaginu Fjarðabyggð og öðrum opinberum aðilum að því að endurgera húsið í sem upprunalegastri mynd og finna því síðan verðugt hlutverk, helst sem tengist skóla-, mennta- eða æskulýðsstarfsemi. 

Frétta og viðburðayfirlit