Laugardaginn 25. apríl nk. á degi umhverfisins verður „Stóri plokkdagurinn" haldinn. Fjarðabyggð hvetur alla sem vettlingi geta valdið til þátttöku í deginum. Í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar verður hægt að nálgast ruslapoka til að safna í, og eins munu starfsmenn þjónustumiðstöðva sjá um að hirða það rusl sem safnast eftir helgina.
Stóri plokkdagurinn í Fjarðabyggð
Það sem þarf að gera er:
- Hafa samband við þjónustumiðstöðina í þínum byggðakjarna milli 10 og 14 laugardaginn 25. apríl og fá afhenda ruslapoka.
- Á mánudeginum munu starfsmenn þjónustumiðstöðva hirða upp það rusla sem safnast. Munið að láta vita hvar á að sækja það rusl sem plokkað hefur verið upp.
Mikilvægt er að huga að 2 metra reglunni, njóta útiverunnar og virða einkalönd.
Nánari upplýsingar veitir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar annaberg@fjardabyggd,is eða í síma 470 9000.
Hentug plokksvæði í Fjarðabyggð eru m.a.
Mjóifjörður: Strandlengjan, norðan og sunnan megin frá botni og út fjörðinn.
Neskaupstaður: Strandlengjan frá botni og út að Nípu. Leirurnar, inn með flugvellinum norðan og sunnan við hann. Vegöxl frá Norðfjarðargöngum og út í Neskaupstað, taka m.a. rusl úr skurðum. Göngustígar og nærsvæði.
Eskifjörður: Strandlengjan frá Símonartúni og inn í botn Eskifjarðar, frá botni og út á Hólmanes (látum þó gömlu haugana vera í bili). Leirurnar inn í Langadal og inn með Eskifjarðará inn í dal. Vegöxl þjóðvegar frá gangnamunna og út að gatnamótum, taka rusl úr skurðum. Vegurinn upp í Oddskarð, hreinsa vegöxl. Göngustígar og nær svæði.
Reyðarfjörður: Strandlengjan frá Ljósá inn í bæ, leirurnar inn við bæinn út að ósum Sléttuár. Hreinsa umhverfi óssins og andapollsins. Þjóðvegurinn frá hringtorgi og út í bæ, hreinsa vegöxl og nærumhverfi. Göngustígar og nær svæði.
Fáskrúðsfjörður: Strandlengjan frá minningarreit og inn að Loðnuvinnslunni, strandlengjan frá smábátahöfninni og inn að nesinu. Hreinsa umhverfi óssins og vegöxl þjóðvegar frá gatnamótum, Rey, Stöð, Fásk, og út í bæ. Göngustígar og nærsvæði.
Stöðvarfjörður: Með strandlengjunni frá gámaþjónustusvæðinu og inn í botn og út að Kambanesi. Vegöxl þjóðvegar i Stöðvarfirði og skurðir í nærumhverfi hans. Gönguleiðir og nærsvæði.
Breiðdalsvík: Með strandlengjunni frá Meleyri inn í Breiðdalsvík. Vegöxl hringvegar og nærumhverfi þess frá brúnni yfir ós Breiðdalsár og út að nyrðri gatnamótum Breiðdalsvíkur. Vegöxl og nærumhverfi Breiðdalsvíkurvegar og þjóðvegar 1 ásamt gatnamótum Ásvegar og þjóðvegar 1 inn í Breiðdalsvík.