mobile navigation trigger mobile search trigger
22.06.2022

Stærsta súrálsskip sem komið hefur til landsins

Í síðustu viku lá súrálsskipið MSXT Emily við bryggju á Mjóeyrarhöfn.  Um er að ræða stærsta súrálsskip sem komið hefur til landsins en skipið er 85.000 brúttólestir, um 230 metra langt og 36 metra breitt. MSXT Emily er glænýtt skip og var því í jómfrúarferð sinni. Skipið kom frá Bunbury í Ástralíu og losaði 52.000 tonn af súráli til Alcoa Fjarðaáls.  Ferðin frá Ástralíu tók um sex vikur. 

Stærsta súrálsskip sem komið hefur til landsins
Mikill stærðarmunur á Vetti og Emily. Myndina tók Davíð Þór Magnússon.
Fleiri myndir:
Stærsta súrálsskip sem komið hefur til landsins
Myndina tók Hreggviður Sigurþórsson.

Frétta og viðburðayfirlit