mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2017

Styrkir til atvinnumála kvenna 2017

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2017 lausa til umsóknar.

Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.

  • Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
  • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
  • Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.
  • Viðskiptahugmynd sé vel útfærð.

Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur 4.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 600.000. Umsóknarfrestur er frá 20.janúar til og með 20.febrúar og skal sækja um rafrænt.

Frekari upplýsingar má fá með því að smella hér.

Frétta og viðburðayfirlit