Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2024. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.
Styrkir til menningarmál 2024
Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn en verkefni verður að hafa skýra tengingu við Fjarðabyggð. Gjaldgeng eru verkefni sem fara fram í Fjarðabyggð, fela í sér kynningu á menningarstarfsemi í sveitafélaginu eða ef umsjónarmenn eða listamenn hafa búsetu í Fjarðabyggð. INNSÆVI, lista- og menningarhátíð Fjarðabyggðar, verður haldin í sumar og er því einnig óskað sérstaklega eftir verkefnum sem gætu hentað á dagskrá hennar. Nánari úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar.
Ekki eru veitti styrkir til náms, reksturs eða viðhalds húsnæðis.
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar
Sótt er um rafrænt á vef Fjarðabyggðar í gegnum Íbúagátt. Eyðublað má finna undir: Umsóknir
Úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar í síma 894 4321 og á menningarstofa@fjardabyggd.is