mobile navigation trigger mobile search trigger
26.03.2021

Styrkir til menningarmála 2021

Á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar í vikunni úthlutaði nefndin árlegum styrkjum sínum til menningarmála. Metfjöldi umsókna barst í ár og það er einstaklega gaman að sjá hve metnaðarfull og fjölbreytt verkefni eru í burðarliðnum um alla Fjarðabyggð.  Alls veitti nefndin, með aðstoð starfsmanna Menningarstofu Fjarðabyggðar, styrki til 17 verkefna að upphæð  1.8 milljón króna í ár.

Styrkir til menningarmála 2021

Þau verkefni sem hljóta styrk menningar- og nýsköpunarnefndar að þessu sinni eru:

  1. Sinfóníuhljómsveit Austurlands - Tónleikar í nóvember þar sem m.a. verður frumflutt verk eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur - 200.000 kr.
  1. Strengir: Coney Island Babies ásamt SinfóAust í Tónlistarmiðstöðinni. Jón Ólafsson sér um útsetningar fyrir dagskrána - 200.000 kr.
  1. Matar og menningarveisla í Beituskúrnum sumarið 2021. 12 veitingastaðir úr Reykjavík koma austur og taka yfir eldhúsið í Beituskúrnum hver sína helgi. Samhliða því verða tónlistarviðburðir - 150.000 kr.
  1. Pólsk kvikmynda- og menningarhátíð í Valhöll haustið 2021 þar sem auk kvikmynda verður m.a. boðið upp á pólskukennslu, matargerð og krakkabíó - 150.000 kr.
  1. 10 ára afmæli Sköpunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið er að fagna áfanganum með íbúum Austurlands og landsmönnum öllum og bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla menningardagskrá. - 100.000 kr.
  1. Erla Dóra Vogler. Eyrnakonfekt, tónleikar með nýjum samsöngslögum - 100.000 kr.
  1. Erla Dóra Vogler. Tónleikar með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns - 100.000 kr.
  1. Listasýning þriggja myndlistarmanna Í tengslum við QueerNes í Safnahúsinu Neskaupstað - 100.000 kr.
  1. Sögubrots, félag áhugamanna um sagnalist og menningu. Sagnakvöld með hækkandi sól sem ber yfirskriftina, Sögur og söngvar við sólarlag - 100.000 kr. 
  1. Hlaðvarpsþáttagerð. Sagnir af atburðum og ævintýrum í Fjarðabyggð undir í stjórn Þórðar Júlíssonar 100.000 kr.
  1. Málþing á Breiðdalsvík í ágúst um skáldin og frændurna Stefáns Ólafssonar í Vallanesi og Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla. Málþingið er í samstarfi við hið nýstofnaða Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík.  100.000 kr.
  1. V-5 BÍLSKÚRSTÓNLEIKAR í Neskaupstað. Tónleikaröð þar sem grasrótin og hugmyndaflugið fær að njóta sín fimmta árið í röð og nú verður öllu til tjaldað.  100.000 kr.
  1. Söngvarakeppni Austurlands. 14 ára og eldri boðið að koma og æfa með hljómsveit, sem spilar undir þegar söngvarar stíga á stokk á sjálfu keppniskvöldinu. Þeir sem eru í efstu sætunum að taka upp lögin sín í Upptökuherbergi Holunnar Æfingaraðstöðu með upptökumanni. 50.000
  1. Ljósmyndasýning og vinnustofudvöl Alfredo Esparza Cardenas í Sköpunarmiðstöðinni júlí 2021. 50.000 kr.
  1. H R E i N N. Styrkur til hljóðblöndunnar og tónjöfnunar á breiðskífunni Dusty Mountains. 50.000 kr.
  1. Holan æfingaraðstaða. Geymsla og aðstaða fyrir hljóðfæri og upptökubúnað. 50.000 kr.
  1. Sögufélags Austurlands. Uppbygging félagsins og undirbúningur nýrra verkefna. 50.000 kr.

Frétta og viðburðayfirlit