Á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar í vikunni úthlutaði nefndin árlegum styrkjum sínum til menningarmála. Metfjöldi umsókna barst í ár og það er einstaklega gaman að sjá hve metnaðarfull og fjölbreytt verkefni eru í burðarliðnum um alla Fjarðabyggð. Alls veitti nefndin, með aðstoð starfsmanna Menningarstofu Fjarðabyggðar, styrki til 17 verkefna að upphæð 1.8 milljón króna í ár.
26.03.2021
Styrkir til menningarmála 2021
Þau verkefni sem hljóta styrk menningar- og nýsköpunarnefndar að þessu sinni eru:
- Sinfóníuhljómsveit Austurlands - Tónleikar í nóvember þar sem m.a. verður frumflutt verk eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur - 200.000 kr.
- Strengir: Coney Island Babies ásamt SinfóAust í Tónlistarmiðstöðinni. Jón Ólafsson sér um útsetningar fyrir dagskrána - 200.000 kr.
- Matar og menningarveisla í Beituskúrnum sumarið 2021. 12 veitingastaðir úr Reykjavík koma austur og taka yfir eldhúsið í Beituskúrnum hver sína helgi. Samhliða því verða tónlistarviðburðir - 150.000 kr.
- Pólsk kvikmynda- og menningarhátíð í Valhöll haustið 2021 þar sem auk kvikmynda verður m.a. boðið upp á pólskukennslu, matargerð og krakkabíó - 150.000 kr.
- 10 ára afmæli Sköpunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið er að fagna áfanganum með íbúum Austurlands og landsmönnum öllum og bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla menningardagskrá. - 100.000 kr.
- Erla Dóra Vogler. Eyrnakonfekt, tónleikar með nýjum samsöngslögum - 100.000 kr.
- Erla Dóra Vogler. Tónleikar með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns - 100.000 kr.
- Listasýning þriggja myndlistarmanna Í tengslum við QueerNes í Safnahúsinu Neskaupstað - 100.000 kr.
- Sögubrots, félag áhugamanna um sagnalist og menningu. Sagnakvöld með hækkandi sól sem ber yfirskriftina, Sögur og söngvar við sólarlag - 100.000 kr.
- Hlaðvarpsþáttagerð. Sagnir af atburðum og ævintýrum í Fjarðabyggð undir í stjórn Þórðar Júlíssonar 100.000 kr.
- Málþing á Breiðdalsvík í ágúst um skáldin og frændurna Stefáns Ólafssonar í Vallanesi og Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla. Málþingið er í samstarfi við hið nýstofnaða Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. 100.000 kr.
- V-5 BÍLSKÚRSTÓNLEIKAR í Neskaupstað. Tónleikaröð þar sem grasrótin og hugmyndaflugið fær að njóta sín fimmta árið í röð og nú verður öllu til tjaldað. 100.000 kr.
- Söngvarakeppni Austurlands. 14 ára og eldri boðið að koma og æfa með hljómsveit, sem spilar undir þegar söngvarar stíga á stokk á sjálfu keppniskvöldinu. Þeir sem eru í efstu sætunum að taka upp lögin sín í Upptökuherbergi Holunnar Æfingaraðstöðu með upptökumanni. 50.000
- Ljósmyndasýning og vinnustofudvöl Alfredo Esparza Cardenas í Sköpunarmiðstöðinni júlí 2021. 50.000 kr.
- H R E i N N. Styrkur til hljóðblöndunnar og tónjöfnunar á breiðskífunni Dusty Mountains. 50.000 kr.
- Holan æfingaraðstaða. Geymsla og aðstaða fyrir hljóðfæri og upptökubúnað. 50.000 kr.
- Sögufélags Austurlands. Uppbygging félagsins og undirbúningur nýrra verkefna. 50.000 kr.