mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2023

STYRKIR TIL MENNINGARMÁLA 2023

Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar úthlutaði styrkjum til ýmissa verkefna á fundi sem haldin var 7. mars sl. Líkt og í fyrra barst fjöldi umsókna fyrir fjölbreytt og metnaðarfull verkefni á sviði menningar í Fjarðabyggð. Veittir voru m.a. styrkir til fjölbreyttra myndlistasýninga, ljósmyndaverkefna, tónleikahalds, upptöku á nýjum plötum, listanámskeiða, veggmyndagerðar, kvikmyndasýninga og menningartengdra námskeiða.

Árið 2023 veitir Fjarðabyggð um 277 milljónum kr. til menningarmála.  Menningarstofa veitir um 11 milljónum kr. til ýmissa menningartengdra verkefna sem eru í umsjón hennar. Um 24 milljónir kr. eru veittir í formi fastra styrkja og framlaga til samningsbundinna verkefna.  Þá eru 1,5 milljón kr. til úthlutunar menningartengdra verkefna sem stjórn menningarstofu úthlutaði á síðast þriðjudag.  

STYRKIR TIL MENNINGARMÁLA 2023

Þau fjórtán verkefni sem hlutu verkefnastyrki stjórnar Menningarstofu og Safnastofnunar 2023 eru:

Apolline Alice Penelope Barra og Juanjo Ivaldi. Fiskisúpa-Ljósmyndasósa er farandsverkefni þar sem íbúum á Austurlandi er boðið að koma og upplifa ljósmyndir og myndlist auk þess að hitta listafólkið og borða fiskisúpu í góðri samveru.

200.000 kr.

Hilmar Örn Garðarsson. Upptökur á þriðju sólóplötu Hilmars, Satanic Champagne, í Stúdíó Síló. Vinny Wood stýrir upptökum og Orri Harðarson sér um hljóðblöndun auk annarra verka.    

150.000 kr.
Guðmundur Kristinn Höskuldsson. Útgáfutónleikar í Fjarðabyggð styrk til í tilefni af útgáfu hljómplötu Guðmundar sem kemur út með vorinu.

150.000 kr.

DDT pönkviðburðir. Austur í Rassgati - OIC. Tónleikaviðburður í Neskaupstað næsta haust. Hátíðin er blanda af pönki, rokki og poppi og er henni ætlað að vekja athygli á austfirsku tónlistarlífi ásamt því að bjóða upp á stærri nöfn í íslensku tónlistarlífi.       

150.000 kr.

Aron Leví Beck Rúnarsson. Málverkasýning í Fjarðabyggð með verkum Arons Leví. Myndirnar eru allar málaðar með olíu á striga og eru allar málaðar á Reyðarfirði á árinu 2022-2023.

125.000 kr.

Saga Unnsteinsdóttir. Listsköpun, sýning og samtal við samfélagið með það markmið að efla samfélagslegar tengingar með bæði list og tungumálinu. 

120.000 kr.

Útsæðið - bæjarhátíð. Kvikmyndasýning í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands á gömlu efni frá Eskifirði.

100.000 kr.

Berta Dröfn Ómarsdóttir, sópran, og Svanur Vilbergsson, gítarleikar. Tónleikar og frumflutningur á nýrri tónlist í Tónlistarmiðstöð Austurlands en efnisskrá tónleikanna samanstendur af einstaklega fallegum sönglögum eftir Þorvald Gylfason, Castelnuovo-Tedesco og Sean Vara.   

100.000 kr.
 

Sigríður Hafdís Hannesdóttir, Martina Vanini, Melanie Cot. Fjögra daga listasmiða í Fjarðabyggð               . Þema listasmiðjunnar er „Hvaða þýðingu hefur sjórinn (eða hafið) fyrir mig?“.

100.000 kr.

Alfredo Esparza Cárdenas. Upphafið á öðru áfanga ljósmyndaverkefnis á Stöðvarfirði hjá mexíkóska ljósmyndaranum og mannfræðingnum Alfredo Esparza .

75.000 kr.

Marc Alexander Fulchini. Forvarsla og endurnýjun veggmynda í Fjarðabyggð.    

70.000 kr.

Björn Hafþór Guðmundsson. Upptökur og útgáfa hljómdisks með lögum og textum Björns Hafþórs.

65.000 kr.

Ragnar Jónsson og Evan Fein. Klassískir tónleikar þar sem Ragnar Jónsson sellóleikari og Evan Fein tónskáld flytja blandaða dagskrá, m.a. frumflutning á nýju verki eftir Halldór Smárason, Íslandsfrumluttnings á þriðju sellósónötu Evans, minni verk eftir Morton Feldman og Elliott Carter sem og velkunnar perlur eftir Beethoven og Brahms    

50.000 kr.

Marc Alexander Fulchini. Vinnustofa fyrir 60 ára og eldri þar sem gerðar verða minningabækur.

45.000 kr.

Frétta og viðburðayfirlit