mobile navigation trigger mobile search trigger
29.06.2016

Sumarið er tíminn í Fjarðabyggð

Margar af stærstu sumarhátíðum Fjarðabyggðar eru framundan. Alþjóðlega rokk- og tónlistarhátíðin Eistnaflug verður á flugi í Neskaupstað 6. til 9. júlí og að kvöldi dags þann 20. júlí hefja göngu sína Franskir dagar á Fáskrúðsfirði með fjögurra daga skemmtidagskrá á franska vísu.

Sumarið er tíminn í Fjarðabyggð
Frá tónleikum hljómsveitarinnar Dimmu á Eistnaflugi í Neskaupstað 2015.

Neistaflug í Neskaupstað rekur glæsilegan endahnút á sumarið með frábærri útihátíð fyrir alla fjölskylduna.

Úr nógu verður að velja á næstum vikum fyrir íbúa og gestkomandi í Fjarðabyggð af tónlistarviðburðum, listasýningum, mörkuðum og svo mætti lengi telja. 

Allar nánari upplýsingar um hátíðir sumarsins, veitingastaði, gistingu, sund, söfn og svo margt fleira í Fjarðabyggð er á vistifjardabyggd.is.

Ertu búin(n) að velja uppáhaldshátíðina þína?

Frétta og viðburðayfirlit