Menningarstofa býður uppá sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2006-2010, sem voru að ljúka 3.-7. bekk grunnskólans. Boðið er uppá fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð og hvetjum við fólk til að sækja námskeið milli staða. Í fyrra voru skapandi námskeið haldin í fyrsta skipti á vegum Menningarstofu og þar sem námskeiðin fengu sérlega góðar viðtökur bjóðum við nú uppá enn fjölbreyttari dagskrá.
Sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2006-2010
Hér er skráningarform og nánari upplýsingar:
Við biðjum foreldra um að vera tímanlega í að skrá börnin en skráningarfrestur rennur út 7 dögum áður en námskeið hefst. ATHUGIÐ! Lágmarksfjöldi á námskeið eru fimm þátttakendur, náist ekki skráning 14 dögum áður en námskeið hefst verða námskeið felld niður (nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík þar sem við munum meta stöðuna með foreldrum, ekki hika við að hafa samband).
Fylgist með tilkynningum á facebook síðu Menningarstofu: www.facebook.com/menningarstofa/
Verð fyrir hvert námskeið er 10.000 kr
- Veittur er 25% systkinaafsláttur (verð: 7500 kr. fyrir hvert barn)
- Ef barn tekur þátt í fleiri en einu námskeiði er einnig veittur 25% afsláttur (verð: 7500 kr. fyrir hvert námskeið)
Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka skráðra forráðamanna að námskeiðum loknum.
Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Karna í síma 896 6971 og karna@fjardabyggd.is.
Athugið að námskeiðin eru tilrauaverkefni og því eru allar athugasemdir og hugmyndir er varða útfærslu á þeim vel þegnar.