Í dag 8. ágúst eru 75 ár frá því að Sundlaug Norðfjarðar var vígð.
08.08.2018
Sundlaug Norðfjarðar – Stefánslaug - 75 ára
Í frétt Þjóðviljans um vígsluna árið 1943 kemur fram að sundlaugin hafi kostað 200 þúsund krónur. Oddur Sigurjónsson flutti ávarp en laugin var formlega opnuð með því að hinn 10 ára gamli Axel Óskarsson stakk sér til sunds. Segir enn frekar í frétt Þjóðviljans: „Mjög mikil ánægja er ríkjandi meðal Norðfirðinga yfir sundlaug þessari, enda mun hún vera með allra beztu opnum sundlaugum á landinu.“
Laugin hefur vissulega gengið í gegnum miklar endurbætur á þessum 75 árum. Árið 2016 fékk hún nafnið Stefánslaug en hún var endurskírð eftir Stefáni Þorleifssyni, einum helsta forvígismanni að byggingu sundlaugarinnar, fyrsta forstöðumanni hennar og síðar meir fastakúnna.
Í tilefni afmælisins verður sundgestum boðið upp á tertusneið í dag.