Lokið var við að tæma grænu tunnurnar í gær (4. apríl). Til stóð að byrja tæma gráu tunnurnar en vegna slæmra veðurspá, verður byrjað á brúnum tunnum á Norðfirði og Eskifirði. Eftir helgi verður byrjað á gráum tunnum á Norðfirði. Reynt verður eftir fremsta megni að vinna upp þær tafir sem orðið hafa, á næstu dögum.
Mikilvægt er að íbúar tryggi aðgengi að tunnunum og moki frá sorpgeymslum til að greiða leið sorphirðufólks þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar.