Í Landanum á sunnudag var fjallað um innreið íþróttarinnar Tchoukbolta á Reyðarfirði.
Tchoukbolti á Reyðarfirði
Í Landanum síðastliðið sunnudagskvöld var fjallað um íþróttina tchoukball eða tschoukbolta. Íþróttin er spiluð víða um heim, t.d. í Brasilíu, Kína, Indlandi og Bandaríkjunum. Nú hefur hún náð fótfestu á einum stað á Íslandi, Reyðarfirði. Í innslagi Landans var rætt við Önnu Mariu Skrodzka sem er íþróttakennari í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Hún var að leita að einhverju skemmtilegu kennsluefni á netinu og rakst þá á íþróttina og hóf fljótlega að nota hana í íþróttakennslu.
Íþróttin var búin til upp úr 1970 af Svisslendingnum Hermanni Brandt sem hann hugðist nota til upphitunar hjá handknattleiksliði. Hann hafði áhyggjur af tíðum meiðslum innan íþrótta, fylgdist með nokkrum og bjó þessa íþrótt til sem sambland af nokkrum, m.a. handbolta, blaki og skvassi. Sem dæmi má nefna er að snertingar eru bannaðar og það má ekki reyna að stöðva leikmenn andstæðinga í því að senda boltann. Eins og Anna kemur inn á viðtalinu verður þetta til þess að íþróttin er fyrir alla. Aldur, stærð og líkamlegir burðir skipta ekki höfuðmáli.
Hér má sjá reglur íþróttarinnar útskýrðar.
Ungmennafélagið Valur á Reyðarfirði býður upp á æfingar í íþróttinni og eins og fram kemur í innslaginu er hún geysilega vinsæl.
Íþróttir eru fyrir alla!