mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2020

Teflt í Grunnskóla Reyðarfjarðar í tilefni af Skákdegi Íslands

Föstudaginn 24. janúar sl. tefldu nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar á skákmóti í tilefni af Skákdegi Íslands. 

Teflt í Grunnskóla Reyðarfjarðar í tilefni af Skákdegi Íslands
Nemendur einbeittir við skákborðin. Mynd: Grunnskóli Reyðarfjarðar

Skákdagur Íslands var í raun 26. janúar en nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku forskot á sæluna föstudaginn 24. janúar og héldu lítið skákmót þann morgun. Á mótinu tefldu vinabekkir innan skólans sér til skemmtunar og tókst mótið afar vel í alla staði.

Skákdagurinn árið 2019 var tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik varð 84 ára á Skákdaginn sjálfan. Hann var eitt sinn meðal bestu skákmanna heims, teflir enn reglulega og gefur af sér til yngri kynslóða.

Frétta og viðburðayfirlit