mobile navigation trigger mobile search trigger
26.11.2021

Tendrun jólatrjáa í Fjarðabyggð og aðventustundir í skólum

Í dag föstudaginn 26.nóvember verður kveikt á jólatrjám í bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Undanfarin ár hefur sú skemmtilega hefð skapast að tendra ljósin á jólatrjám Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í hverjum byggðakjarna.  Vegna þeirra takmarkana á samkomuhaldi sem í gildi eru um þessar mundir, vegna COVID 19, er ljóst að ekki verður hægt að halda slíkar athafnir í ár.

Tendrun jólatrjáa í Fjarðabyggð og aðventustundir í skólum

Því hefur verið ákveðið líkt og á síðasta ári, að óska eftir við leik- og grunnskóla að hver skóli haldi notalega aðventustund á skólatíma þar sem boðið verður upp á ávexti og piparkökur.  Skólarnir hafa tekið vel í þessa tillögu og því mun hver skóli halda smá viðburð vegna þessa á næstu dögum. Fjarðabyggð mun að venju útvega ávexti og piparkökur og dreifa í allar skólastofnanir.

Starfsmenn Fjarðabyggðar vinna einnig þessa dagana hörðum höndum að því að skreyta bæjarkjarnana og víða hafa verið settar upp skreytingar á ljósastaura.

Frétta og viðburðayfirlit